Enn hærri arðgreiðslur en í fyrra

Enn hærri arðgreiðslur en í fyrra

Útlit er fyrir að skráð íslensk félög í Kauphöll Íslands greiði samtals um 24 ma.kr. til hlutafa nú á vormánuðum. Þessar arðgreiðslur/kaup eigin bréfa samsvara um 4,4% af markaðsvirði félaganna. Heildarfjárhæð byggir á tillögum sem stjórnir félaganna hyggjast leggja fyrir aðalfundi nú í vor og svo spá Greiningardeildar Arion banka um arðgreiðslu Haga á þessu ári, en uppgjörstímabil Haga er frábrugðið því sem gerist meðal annarra félaga á markaðinum. Að stærstu leyti er um að ræða arðgreiðslur en einnig hefur stjórn N1 skilgreint ákveðna fjárhæð til kaupa á eigin bréfum. Önnur félög hyggjast til viðbótar kaupa eigin bréf á næstu mánuðum samkvæmt endurkaupaáætlun. Í lok árs kæmi því ekki á óvart ef félögin hefðu samtals greitt hluthöfum til baka 27- 28 ma.kr. eða um 5% af markaðsvirði. Þar af myndu í kringum 12 ma.kr. renna til íslenskra lífeyrissjóða enda eru þeir í hópi stærstu hluthafa þeirra félaga sem mestan arð munu greiða.

Sjá greiningu í heild sinni: Arðgreiðslur og endurkaup 2015.pdf