Hver verða næstu skref í losun fjármagnshafta?

Hver verða næstu skref í losun fjármagnshafta?

Síðastliðinn föstudag tilkynnti Seðlabanki Íslands breytingu á undanþágulistum og reglum bankans um gjaldeyrismál. Takmarkast undanþágulistarnir nú við ríkisvíxla og eitt ríkisskuldabréf, RIKB 15, sem er á gjalddaga 8. apríl nk. Með öðrum orðum er erlendum fjárfestum nú einungis heimilt að fjárfesta í ríkisvíxlum og RIKB 15. Með þessari breytingu fækkar því flokkum fjármálagerninga á undanþágulista verulega en erlendir aðilar eiga hlut í nánast öllum ríkisbréfum, verðtryggðum og óverðtryggðum. Eignarhlutur þeirra vegur þó þyngst á styttri enda vaxtarófsins eða í markflokkunum RIKB 15, 16 og 19. Í tilkynningu Seðlabankans kemur fram að tilgangurinn með þessum breytingum sé að undirbúa frekari skref í losun fjármagnshafta og að eigendum krónueigna verði boðnir fjárfestingakostir sem dragi verulega úr líkum á óstöðugleika við losun fjármagnshafta. Spurningin er því hver verða næstu skref í losun fjármagnshafta og hvaða fjárfestingakosti mun verða boðið upp á?

Sjá nánar 090315_Breyting á gjaldeyrisreglum.pdf