Spáum 0,6% hækkun verðlags í mars

Spáum 0,6% hækkun verðlags í mars

Við spáum að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,6% í mars og að ársverðbólgan hækki úr 0,8% í 1,2%. Verðbólguspáin færist því nokkuð upp á við frá fyrri spá og stafar það aðallega af hækkandi eldsneytisverði (+0,2% áhrif á VNV) og hækkun flugfargjalda (+0,12). Einnig ganga útsöluáhrifin til baka og þá hækka föt og skór (+0,21% áhrif á VNV) og húsgögn og heimilisbúnaður (+0,04%). Húsnæðisliðurinn mjakast upp á við eftir miklar hækkanir síðustu tvo mánuði (+0,05% áhrif á VNV) en á móti vegur að matarkarfan heldur áfram að lækka eftir mikla hækkun í janúar (-0,07% áhrif á VNV).
Í fyrri verðbólguspá okkar gerðum við ráð fyrir að hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu kæmi hægar inn í eldsneytisverð innanlands. Þess í stað er veruleg hækkun á bensínverði í mars en á móti lækkum við spá okkar fyrir næstu mánuði og gerum ekki ráð fyrir frekar hækkun á bensínverði í bráð. Við gerum nú ráð fyrir að verðlag hækki um 0,2% í apríl og maí en hækki um 0,3% í júní. Ársverðbólgan mun því hækka úr 0,8% í febrúar og standa í 1,1% í júní.

Sjá nánar: 120315_Verðbólga_mars_spá.pdf