Ferðamannaflaumurinn eykst enn

Ferðamannaflaumurinn eykst enn

Enn er ekkert lát á aukningu í komum ferðamanna hingað til lands þrátt fyrir vonskuveður vetrarins og búast má við enn fleiri ferðalöngum með hækkandi sól. Samkvæmt Ferðamálastofu hefur fjöldi erlendra ferðamanna um Leifsstöð aukist um meira en 34% milli ára bæði í janúar og febrúar. Seinasta sumar taldi Greiningardeild sig nokkuð bjartsýna þegar hún gerði ráð fyrir 25% aukningu í komum ferðamanna um Leifsstöð á fyrsta fjórðungi þessa árs. Miðað við fyrstu tölur ársins er útlit fyrir að heldur hafi verið vanspáð en ofspáð að þessu sinni.

Fjölgun ferðamanna hingað til lands hefur farið fram úr björtustu vonum frá árinu 2010 en seinustu fjögur ár hefur fjölgunin ávallt verið hlutfallslega meiri en árið áður og í fyrra var 24% aukning í komum erlendra gesta um Keflavíkurflugvöll milli ára. Í raun hefur verið fjölgun í hverjum einasta mánuði frá sama mánuði ársins áður frá árinu 2011 eins og sést á grafinu hér að neðan til hægri. Hversu lengi má eiga von á að slík þróun haldi áfram?

Sjá nánar: 180315_Ferðamannaflaumur.pdf