21 þúsund hluthafar Kauphallarfélaganna

21 þúsund hluthafar Kauphallarfélaganna

Ársuppgjör skráðu hlutafélaganna hafa nú öll verið birt, fyrir utan Haga, en fjárhagsár Haga er frábrugðið hinum félögunum að því leyti að því lýkur í lok febrúar ár hvert. Þrátt fyrir að athyglin beinist einna helst að því hvernig rekstar- og efnahagsstærðir þróuðust á liðnu ári ásamt tillögum stjórna félaganna um hvernig hagnaði síðasta rekstrarárs skuli ráðstafað (líkt og við höfum áður fjallað um í Markaðspunkti okkar) þá er einnig áhugavert að skoða hver þróun og breyting á fjölda hluthafa var á síðasta ári, en upplýsingar um fjölda hluthafa eru jafnan birtar við ársuppgjör félaganna.

Fagfjárfestaumhverfið á Íslandi er tiltölulega föst stærð, þ.e. fjöldi fagfjárfesta og því má leiða að því líkur að breytingar á fjölda hluthafa endurspegli ágætlega fjölda og umfang almennra fjárfesta, til dæmis almennings og í einhverjum tilvikum fyrirtækja, á hlutabréfamarkaðnum. Fjöldi hluthafa gefur þó vitanlega ekki endanlega mynd af þessari þróun þar sem fleiri leiðir eru til fjárfestinga í hlutafélögum beint og óbeint, til að mynda með fjárfestingu í verðbréfasjóðum. 

Sjá umfjöllun í heild sinni: Fjoldi hluthafa.pdf