Spáum 0,1% hækkun verðlags í apríl

Spáum 0,1% hækkun verðlags í apríl

Við spáum að neysluverð hækki um 0,1% í apríl eftir myndarlega hækkun í mars mánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan lækka úr 1,6% í 1,4% og verður enn vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Spáin fyrir apríl lækkar frá bráðabirgðaspánni sem gefin var út í mars, aðallega vegna lækkunar flugfargjalda til útlanda en við höfðum áður áætlað að þau stæðu í stað milli mánaða. Við gerum ráð fyrir að ferðaliðurinn muni í heildina hafa -0,04% áhrif til lækkunar á vísitölu neysluverðs (VNV) í apríl. Annars er mánuðurinn frekar tíðindalítill að þessu sinni og spáum við frekar hóflegri hækkun húsnæðisverðs (+0,06% áhrif á VNV) miðað við síðustu ár. Eldsneytisverð hækkar einnig (+0,04% áhrif á VNV) og aðrir liðir hækka lítillega.

Sjá nánar 130415_Verðbólga_apríl_spá.pdf