Aukin ásókn í verðtryggð skuldabréf - mun árið 2011 endurtaka sig?

Aukin ásókn í verðtryggð skuldabréf - mun árið 2011 endurtaka sig?

Þegar horft er í baksýnisspegilinn síðustu tvö ár hafa óverðtryggð skuldabréf skilað ávöxtun umfram verðtryggð skuldabréf líkt og sjá má á myndunum að neðan. Ástæðuna má rekja til samfelldrar lækkunar verðbólgu undanfarin misseri í kjölfar hóflegra kjarasamninga í fyrra og lækkunar á verðlagi erlendis. Í lok síðasta árs lækkaði Seðlabankinn stýrivexti um samtals 75 punkta sem hafði í för með sér hækkun á verði skuldabréfa. Horft fram á við blasir við nokkuð önnur sviðsmynd en undanfarin tvö ár. Ólga er á vinnumarkaði, háar launakröfur hafa verið lagðar fram og frekari verkföll eru handan við hornið. Þá má velta fyrir sér hvort þróunin framundan verði svipuð og árið 2011 en þá var samið um almenna launahækkun upp á 11,4% yfir þriggja ára tímabil.

Sjá nánar 270415_Ásókn í verðtryggð skuldabréf.pdf