Vísitala neysluverðs hækkar um 0,14% í apríl

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,14% í apríl

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,14% í apríl en greiningaraðilar höfðu ýmist spáð að verðlag stæði í stað milli mánaða eða myndi hækka um 0,1%. Ársverðbólgan mælist því 1,4% um þessar mundir en árshækkun kjarnavísitölu 1 nemur 1,9%. Verðbólguþrýstingin  má að miklu leyti rekja til hækkunar á húsnæðisverði en matarkarfan hefur einungis hækkað lítillega frá áramótum og ýmsar innfluttar vörur lækkað í verði eða staðið í stað. Lítið frávik var á milli mældrar hækkunar í apríl og okkar spár, en það skýrist aðallega af hækkun húsnæðis- og leiguverðs umfram okkar spá (+0,12% áhrif á VNV) en á hinn bóginn lækkuðu föt og skór (-0,05% áhrif á VNV). Eldsneytisverð hækkaði í takt við spár (+0,03% áhrif á VNV) en aðrir liðir breyttust lítillega.

Sjá nánar 290415_Verðbólga_apríl_mæling.pdf