Af losun hafta og takmörkuðum lærdómum fyrir Ísland

Af losun hafta og takmörkuðum lærdómum fyrir Ísland

Síðastliðin misseri hefur þunginn í umræðunni um losun hafta sífellt aukist - nú síðast þegar upplýst var að væntanlega verði lagt fram frumvarp á Alþingi á allra næstu vikum um m.a. svokallaðan stöðugleikaskatt. Á meðan við bíðum eftir nákvæmari útlistun á því hvaða leið/ir verður farin/nar er gagnlegt að kanna reynslu annarra ríkja sem hafa verið í svipuðum aðstæðum og Ísland.


Kýpur hefur nýlega losað höft sem sett voru á fyrir tveimur árum með að því er virðist góðum árangri. Annað þekkt dæmi, sem við fjölluðum t.d. um í markaðspunkti fyrir nokkrum árum síðan, er Malasía í lok 10 áratugarins. Eins og sagt var frá þá er mikilvægt að átta sig á því að þótt Malasía, ólíkt Kýpur, sé með sinn eigin gjaldmiðil líkt og Ísland þá voru höftin þar sett á árið 1998 í öðru efnahagslegu samhengi en ríkti hér á landi og að höftin voru þáttur í pólitísku valdatafli.Tímasetning haftanna var líka önnur miðað við Ísland. Á Íslandi var höftum komið á innan tveggja mánaða eftir að mesta fjármagnsútflæðið átti sér stað, þ.e. í nóvember 2008. Í Malasíu var höftunum aftur á móti komið á rúmlega ári eftir að fjármagn fór að flýja og gengið að falla.

Sjá nánar: 050515_Malasia_og_laerdomar.pdf