Spáum óbreyttum stýrivöxtum þar til kjaraviðræður fara að skýrast

Spáum óbreyttum stýrivöxtum þar til kjaraviðræður fara að skýrast

Við spáum að peningastefnunefnd Seðlabankans kjósi að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 13. maí. Óvissa vegna yfirstandandi kjarasamninga verður nefndarmönnum án efa ofarlega í huga á komandi fundi og ólíklegt að farið verði að hrófla við vaxtastiginu í miðjum kjaraviðræðum. Nokkur þróttur virðist vera í hagkerfinu um þessar mundir en kortaveltutölur benda til þess að góður vöxtur hafi verið á einkaneyslu á fyrsta fjórðungi ársins og einnig benda vinnumarkaðstölur til þess að aukin eftirspurn sé eftir vinnuafli. Líklegt er að febrúarspá Peningamála hafi falið í sér vanmat á verðbólgu framundan frekar en ofmat en húsnæðisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu mánuði og sömuleiðis hefur bensínverð hækkað og því eru litlar líkur á frekari verðbólguhjöðnun. Öll rök hníga þannig að því að halda stýrivöxtum óbreyttum í bili en ef kjarasamningar fela í sér launahækkanir umfram það sem verðbólgumarkmið Seðlabankans leyfir er ljóst að stýrivaxtahækkana er að vænta með haustinu.

Sjá nánar 070515_Stýrivaxtaspá.pdf