Gæti minna vægi yfirvinnu aukið framleiðni og hækkað laun?

Gæti minna vægi yfirvinnu aukið framleiðni og hækkað laun?

Það þarf vart að taka það fram að kjaraviðræður á Íslandi eru í algjörum hnút um þessar mundir og að staðan er grafalvarleg. Við í greiningardeild Arion banka viljum hugsa í lausnum og veltum við því fyrir okkur hvort að breyting á fyrirkomulagi yfirvinnu, þar sem dregið er úr vægi hennar í launum fólks en heildarlaun hækkuð, gæti verið hluti af lausninni. Við förum ekki nánar út í nákvæma útfærslu á slíkum breytingum og  vissulega þarf ýmislegt annað að koma til svo að hægt sé að skera á hnútinn, en fjölmargar rannsóknir benda til þess að breyting á þessa vegu geti aukið framleiðni og stytt vinnutíma, sem bæði vinnuveitendur og starfsfólk hagnast á. Því vonum við að aðilar vinnumarkaðarins íhugi í það minnsta vandlega hvernig megi breyta uppbyggingu vinnumarkaðsins á Íslandi – öllum til hagsbóta og ekki einungis hvað varðar yfirvinnutaxta og -tíma. Lág framleiðni og langir vinnudagar er viðvarandi ástand á Íslandi en á meðan sýna rannsóknir fram á skaðleg áhrif mikillar yfirvinnu á framleiðni og heilsu. Þá er enn fremur hugsanlegt að hátt yfirvinnuálag geti skapað skaðlega hagræna hvata.

Sjá nánar: 110515_framleidni_og_yfirvinna.pdf