Vaxtahækkun handan við hornið

Vaxtahækkun handan við hornið

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum og er það í takt við spár greiningaraðila. Engu að síður kom fram ótvíræð leiðsögn nefndarinnar um væntanlega vaxtahækkun á næsta vaxtaákvörðunarfundi í júní. Það er nokkuð fyrr en flestir höfðu spáð fyrir um en könnun markaðsaðila í byrjun maí sýndi að flestir bjuggust við 50 punkta vaxtahækkun á þriðja ársfjórðungi. Í yfirlýsingu nefndarinnar kemur fram að líkur á vaxtahækkun hafi aukist vegna nýlegrar þróunar í kjaraviðræðum, hækkandi verðbólguvæntinga og vísbendinga um sterkan vöxt eftirspurnar. Allt eru þetta þættir sem geta grafið undan verðstöðugleika og kalla á aukið aðhald peningastefnunnar. Sjaldan hefur framsýn leiðsögn peningastefnunefndar verið jafn ótvíræð og nú og er alveg ljóst að niðurstaða kjarasamninga þarf að vera í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans ef koma á í veg fyrir vaxtahækkun að mánuði liðnum.

Sjá nánar 130515_Vaxtaákvörðun.pdf