Spáum 0,4% hækkun verðlags í maí

Spáum 0,4% hækkun verðlags í maí

Við spáum að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um tæp 0,4% í maí og að ársverðbólgan hækki úr 1,4% í 1,7%. Við gerum ráð fyrir að verðbólgan haldist á svipuðu róli næstu mánuði en að hún aukist hratt þegar líður á haustmánuðina og fari þá yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans sem nemur 2,5%. Flestir undirliðir VNV hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum en þyngst vegur hækkun eldsneytisverðs (+0,1% áhrif á VNV), hækkun húsnæðisliðarins (+0,09%) og hækkun ferðaliðarins að frátöldu eldsneyti (+0,06% áhrif á VNV). Einnig hækka liðir eins og hótel og veitingastaðir (+0,04% áhrif á VNV) vegna háannatíma í ferðaþjónustu framundan og tómstundir og menning (+0,04% áhrif á VNV).

Sjá nánar 180515_Verðbólga_maí.pdf