Lífeyrissjóðir - alþjóðlegur samanburður

Lífeyrissjóðir - alþjóðlegur samanburður

Á dögunum tókum við stöðuna á íslenska lífeyrissjóðakerfinu. Þó það standi frammi fyrir erfiðum áskorunum um þessar mundir og munu sennilega þurfa að takast á við enn stærri áskoranir á næstu árum og áratugum, þá er staða þeirra á ýmsa mælikvarða harla góð. En hvað með alþjóðlegan samanburð? Lífeyrissjóðakerfi í heiminum eru jafn mismunandi og þau eru mörg, sem gerir það að verkum að öllum samanburði ber að taka með vissum fyrirvara. Á heildina litið virðist samt íslenska lífeyrissjóðakerfið standa nokkuð vel í alþjóðlegum samanburði, sem lýsir þó e.t.v. betur hversu illa mörg önnur lönd standa.Með tilliti til eigna lífeyrissjóða sem hlutfalls af landsframleiðslu kemur Ísland mjög vel út í samanburði við önnur OECD lönd og aðeins í Hollandi eru eignir lífeyrissjóða sem hlutfall af landsframleiðslu meiri. Hlutfallið var 150% hjá Íslandi árið 2013 en innan við 20% hjá meirihluta ríkja OECD það ár. Stór hluti skýringarinnar á þessu er að sjóðsöfnun hefur meira vægi á Íslandi heldur en í flestum löndum OECD. Á hinn bóginn er gegnumstreymiskerfi (e. Pay-as-you-go), sem ekki krefst eignasöfnunar, mun algengara í öðrum löndum. Einnig ná þessar tölur einungis til sjálfstæðra lífeyrissjóða en ekki t.d. til varasjóða á vegum ríkisins.


Sjá nánar: 190515_lifeyrissjodir_althjodlegt.pdf