Hvað er eðlileg ávöxtun? Hvað er eðlilegur hagnaður?

Hvað er eðlileg ávöxtun? Hvað er eðlilegur hagnaður?

Hvað er „eðlileg“ ávöxtun á hlutabréf? Eða, lesandi góður, hvaða ávöxtun myndir þú sætta þig við fyrir að hætta þínu fjármagni í atvinnurekstur? Eðlilega er svarið við þessari spurningu á mjög breiðu bili allt eftir því hver atvinnureksturinn er, hvaða fyrirtæki á í hlut og einnig hver er fjárhagsleg staða og áhugasvið þess sem svarar spurningunni. Sjá má í hendi sér að hin hliðin á þessari spurningu er; hvað er „eðlilegt“ að fyrirtæki hagnist mikið? Því hagnaður fyrirtækja og ávöxtun til hluthafa helst í hendur.

Eitt er víst að í aðra röndina er enginn skortur á gagnrýni á hagnað og arðgreiðslur stærstu íslensku fyrirtækjanna. Í hina röndina er það eitt meginmarkmið þessara sömu fyrirtækja að skila sem mestum hagnaði og arðgeiðslum til eigenda sinna. Það eru margir haghafar í einu fyrirtæki; þar á meðal viðskiptavinir sem vilja greiða sanngjarnt (lágt) verð fyrir vörur eða þjónustu, starfsmenn sem vilja að kaup og kjör séu góð, lánveitendur sem krefjast vaxta og afborgana og hluthafar sem vilja ávöxtun og arðgreiðslur. Í þessum markaðspunkti er horft á málið frá sjónarhóli hluthafa, þeirra sem leggja fram áhættufjármagn til rekstrarsins. Hjá þeim skiptir samhengi áhættu og arðsemi öllu máli.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Hvad_er_edlileg_avoxtun.pdf