Vísitala neysluverðs hækkar um 0,28% í maí

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,28% í maí

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% milli mánaða í maí og ársverðbólgan hækkaði úr 1,4% í 1,6%. Spár greiningaraðila lágu á bilinu 0,2% til 0,4% en við spáðum 0,4% hækkun verðlags milli mánaða. VNV án húsnæðis hækkaði um 0,3% milli mánaða og mælist árstakturinn nú einnig 0,3% og er því 6 mánaða verðhjöðnunar tímabili lokið að sinni.

Sjá nánar 280515_Verðbólga_maí.pdf