(Ó)æskileg áhrif húsnæðisfrumvarpa

(Ó)æskileg áhrif húsnæðisfrumvarpa

Félags- og húsnæðismálaráðherra hyggst leggja fram frumvörp um húsnæðismál, sem voru lauslega kynnt í síðustu viku. Við fögnum því að yfirvöld sýni áhuga á því að gera umbætur á húsnæðismarkaði enda er húsnæðiskostnaður stór útgjaldaliður heimila og undanfarið hefur mikið borið á óánægju með skipan mála á húsnæðismarkaði. Þó líst okkur misvel á tillögurnar og við óttumst að þær sem snúa að hækkun bóta og styrkja til íbúðakaupa muni lítið gagnast þeim sem á að hjálpa en fyrst og fremst birtast í hærra verði sem kyndir frekar undir verðbólgu. Aftur á móti er það að byggja meira með minni tilkostnaði eitthvað sem raunverulega lækkar húsnæðiskostnað og er langtímalausn á því að halda aftur af hækkunum á leigu- og húsnæðismarkaði.

Sjá nánar: 030615_husnaedisadgerdir.pdf