Spáum 50 punkta stýrivaxtahækkun

Spáum 50 punkta stýrivaxtahækkun

Við spáum að peningastefnunefnd Seðlabankans kjósi að hækka stýrivexti um 50 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 10. júní nk. enda er framsýn leiðsögn peningastefnunefndar nokkuð ótvíræð í síðustu fundargerð nefndarinnar. Helstu rök fyrir hækkun stýrivaxta eru þær launahækkanir sem eru í kortunum og sá verðbólguþrýstingur sem kann að skapast í kjölfarið. Líklegt er að peningastefnunefndin muni einnig horfa til aðgerða stjórnvalda vegna kjarasamninga og áhrifa þeirra á eftirspurn og verðlag. Mikilvægt er að stefna stjórnvalda í ríkisfjármálum styðji við peningastefnuna hverju sinni og jafni sveiflur í þjóðarbúskapnum og stuðli að verðstöðugleika. Að okkar mati er líklegt að lækkun skatta og aukin útgjöld vegna aðgerða í húsnæðismálum geti aukið eftirspurn og hækkað leiguverð til skemmri tíma og leggist því gegn peningastefnunni. Slaki í ríkisfjármálum gæti kallað á harðari viðbrögð peningastefnunefndar og hærri stýrivexti en ella. Líkur á frekari stýrivaxtahækkunum á þessu ári eru því meiri en minni.

Sjá nánar 040615_Stýrivaxtaspá.pdf