Frásögn um margboðaða vaxtahækkun

Frásögn um margboðaða vaxtahækkun

Seðlabankinn tilkynnti í morgun um hækkun vaxta bankans um 0,5 prósentur. Þó að ákvörðun peningastefnunefndar hafi verið í samræmi við spá Greiningardeildar og annarra greiningaraðila var sú framvirka leiðsögn bankans sem finna mátti í lok yfirlýsingarinnar e.t.v. skýrari en von var á, en henni lýkur á þeim orðum að einsýnt sé „að hækka þurfi vexti umtalsvert í ágúst og og frekar á komandi misserum eigi að tryggja stöðugt verðlag til lengri tíma litið.“ Þessi ótvíræðu skilaboð nefndarinnar eiga að líkindum sinn þátt í að skýra 15-20 punkta hækkun ávöxtunarkröfu á markaði í kjölfar birtingar yfirlýsingarinnar.

Sjá nánar 100615_Vaxtaakvordun.pdf