Spáum 0,3% hækkun verðlags í júní

Spáum 0,3% hækkun verðlags í júní

Við spáum rúmlega 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í júní og gangi spáin eftir mun ársverðbólgan standa í 1,6%. Þrátt fyrir að verðbólga mælist enn vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans er verulegur verðbólguþrýstingur í kortunum, enda ákvað Seðlabankinn nýverið að hækka stýrivexti um 50 punkta og gaf sterklega til kynna að a.m.k. sambærileg hækkun væri í pípunum í ágúst. Búast má við að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði fari að lita verðbólgutölurnar næstu mánuði og þá sérstaklega þá undirliði sem snerta innlenda þjónustu og innlendar neysluvörur.

Sjá nánar 110615_Verðbólga_júní.pdf