Hærri lífeyrisaldur er nauðsyn

Hærri lífeyrisaldur er nauðsyn

Undanfarið höfum við fjallað um lífeyrissjóði í Markaðspunktum. Í apríl fjölluðum við almennt um kerfið og stöðu þess en í maí fjölluðum við um hvernig lífeyriskerfið stæði í alþjóðlegum samanburði. Í báðum þessum Markaðspunktum var niðurstaðan sú að kerfið væri ágætlega byggt upp og stæði nokkuð vel, en þó væri hætta á að það myndi að öllu óbreyttu eiga mjög erfitt með að takast á við hlutfallslega fjölgun ellilífeyrisþega á næstu áratugum. Í því samhengi er gert ráð fyrir að hlutfall aldraðra af fólki á vinnualdri  hafi tvöfaldast þegar 21. öldin verður hálfnuð. Ein helsta ástæða fyrirliggjandi vanda er sú að útreiknuð lífeyrisréttindi byggja á sögulegri tölfræði um ævilengd, en ekki spám um hvernig hún mun þróast í framtíðinni. Þar að auki er tryggingafræðileg staða flestra lífeyrissjóða neikvæð nú þegar, sem þýðir að þeir geti ekki staðið við allar skuldbindingar sínar að óbreyttu.

Sjá nánar: 110615_haerri_lifeyrisaldur.pdf