Kynjajafnrétti stuðlar að efnahagslegum framförum

Kynjajafnrétti stuðlar að efnahagslegum framförum

Það fór sjálfsagt ekki framhjá neinum að 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna var haldið hátiðlegt þann 19. júní síðastliðinn. Slík réttindi voru óumdeilanlega stórt skref í því að jafna rétt karla og kvenna. Mikill árangur hefur náðst síðan þá og síðastliðin 6 ár hefur Ísland verið efst á lista World Economic Forum yfir þau lönd þar sem er mest kynjajafnrétti. Þó er enn nokkuð í land á ýmsum sviðum.


Rökin fyrir kynjajafnrétti snúa oftar en ekki að mannréttindum og jöfnum tækifærum. Þau rök eru vissulega veigamest, en minna fer fyrir þeim rökum að kynjajafnrétti geti stutt við og hraðað efnahagslegum framförum. Í ofureinfaldri mynd þýðir kynjajafnrétti jöfn tækifæri allra til að nýta sína hæfileika á sem bestan hátt óháð kyni. Áður fyrr höfðu konur síður eða hreinlega enga möguleika á að gegna ýmsum stöðum og störfum í þjóðfélaginu. Það þýddi að minna framboð var af starfskröftum til starfa í stéttum sem áður þóttu karlastéttir, s.s. framkvæmdastjórar, læknar og flugmenn. Líkurnar á því að fá hæfasta fólkið til að gegna hverju starfi aukast til muna með auknu framboði af starfsfólki.

Sjá nánar: 230615_kynjajafnretti.pdf