Vísitala neysluverðs hækkar um 0,26% í júní

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,26% í júní

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,26% í júní en greiningaraðilar spáðu hækkun á bilinu 0,3% til 0,4%. Ársverðbólgan mælist því 1,5% um þessar mundir en árshækkun kjarnavísitölu 1 nemur 1,8%. Fram að þessu hefur hækkandi húsnæðisverð verði fyrirferðamesti undirliðurinn í ársverðbólgunni en á næstu mánuðum má áætla að hækkun á innlendum neysluvörum auki frekar verðbólguþrýstinginn. Nýverið birtu Neytendasamtökin lista yfir verðhækkanir birgja á vörum sínum í heildsölu og er ástæða þeirra hækkana að hluta til nýgerðir kjarasamningar. Matarkarfan hækkaði þó ekki í júní mælingunni en búast má við að matur og drykkjarvörur hækki í verði á næstu mánuðum. Hækkun verðlags í júní skýrist aðallega af ferðaliðnum (+0,14% áhrif á VNV), hótelum og veitingastöðum (+0,10% áhrif á VNV) og fötum og skóm (+0,07% áhrif á VNV).

Sjá nánar 260615_Verðbólga_júní.pdf