Hvert fór kaupmátturinn?

Hvert fór kaupmátturinn?

Fyrir skömmu tilkynnti ríkisstjórnin umfangsmiklar aðgerðir sem ætlað var að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Kjarasamningar launafólks við atvinnurekendur miða einkum að því að auka heildarlaun, en innlegg stjórnvalda í kjarabaráttuna miðar í raun og veru að því að auka ráðstöfunartekjur. Það er að okkar mati skynsamleg nálgun þó að greina megi á um einstök útfærsluatriði.

Bent hefur verið á það að undanförnu að kaupmáttur launa hafi aldrei verið meiri hér á landi heldur en nú. Launatekjur segja þó aðeins hluta sögunnar þegar lífskjör fólks eru skoðuð. Það sem gefur e.t.v. betri vísbendingu um það hversu mikið svigrúm venjuleg heimili hafa til að auka sína neyslu eða sparnað eru ráðstöfunartekjur – þ.e. það sem eftir stendur í launaumslaginu þegar skattar og önnur gjöld hafa verið dregin frá. Hvernig hafa þessar stærðir, laun og ráðstöfunartekjur, verið að þróast hjá íslenskum heimilum undanfarin ár?

Sjá nánar: 290615_Hvert_for_kaupmatturinn.pdf