Hvernig lækkum við skuldir ríkissjóðs?

Hvernig lækkum við skuldir ríkissjóðs?

Langþráð áætlun um losun fjármagnshafta var kynnt fyrr í þessum mánuði. Áætlunin virðist vera til þess fallin að stuðla að losun snjóhengjunnar og uppgjöri slitabúa með lágmarksáhrifum á greiðslujöfnuð og raunhagkerfið eins og við fjölluðum um í Markaðspunkti í síðustu viku.

Í áætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir að stöðugleikaframlag slitabúa föllnu bankanna verði nýtt til þess að lækka skuldir ríkissjóðs. Samkvæmt frumvarpi um stöðguleikaskatt skal tilgreina í frumvarpi til fjárlaga áætlaða meðferð og ráðstöfun þessara fjármuna. Ráðherra er skylt að hafa samráð við Seðlabanka Íslands um mat á áhrifum ráðstöfunar skattsins. Þó er ekkert sem ótvírætt skuldbindur stjórnvöld til að nota skattinn til að lækka skuldir samkvæmt frumvarpinu. Enn fremur er ekkert í líkingu við ofangreint skilyrði sem bindur stjórnvöld ef nauðasamningar fást samþykktir og stöðugleikaframlag innheimtist í stað stöðugleikaskatts.

Sjá nánar: 300615_skuldalaekkun_og_peningamagn.pdf