Ferðaþjónustan vex en framleiðnin ekki

Ferðaþjónustan vex en framleiðnin ekki

Störfum í greinum tengdum ferðaþjónustu fjölgaði úr 11.600 árið 2008 í 16.700 árið 2014 eða um 44%, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma hefur fjöldi ferðamanna tvöfaldast og þar af leiðandi mætti ætla að framleiðni í greininni hefði aukist töluvert. Þó er það svo að starfsfólk í ferðaþjónustu þjónustar einnig Íslendinga svo framleiðni þarf ekki að hafa aukist á tímabilinu. Það virðist einmitt vera raunin ef rýnt er nánar í gögnin, sem ná til ársins 2013.

Hagstofan hefur birt hluta af nýrri útgáfu ferðaþjónustreikninga fyrir árin 2009 til 2013. Reikningarnir eru metnir með TSA (Tourism Satellite Accounts) aðferðafræði sem leggur mat á hlut ferðaþjónustu í hagkerfinu. Í þeim gögnum má sjá neyslu erlendra ferðamanna eftir helstu atvinnugreinum sem þjónusta ferðamenn og á myndinni. Þó heildarneysla erlendra ferðamanna hafið vaxið mikið dró úr meðalneyslu erlendra ferðamanna að raunvirði um 9% árin 2009-2013.

Sjá nánar: 060715_ferdamenn.pdf