Aftur til framtíðar í hagsveiflunni?

Aftur til framtíðar í hagsveiflunni?

Margt bendir til vaxandi umsvifa í hagkerfinu og nokkuð kröftugs efnahagsbata. Jafnvel hefur verið talað um að staðan í hagkerfinu minni á árin 2003 og 2004, eða nokkrum árum áður en síðasta góðæri náði hámarki. En hversu mikið er til í því?


Hagvöxtur hefur verið nokkuð kröftugur undanfarið. Í fyrra var hann 1,9% og á fyrsta ársfjórðungi ársins mældist hann 2,9%. Greiningardeild Arion banka spáir 3,7% hagvexti á árinu í heild. Á árunum 2003-2004 var hagvöxtur hins vegar meiri, sérstaklega árið 2004 þegar hann var 8,2%, sem er afar sjaldgæft í þróuðum ríkjum. Bæði nú og áður er það fjárfesting sem dregur hagvöxtinn áfram að miklu leyti. Til að mynda jókst fjárfesting um 24% milli ára á fyrsta ársfjórðungi 2015, sem er einungis 3 prósentum minna heldur en árið 2004.

Sjá nánar: 090715_aftur_til_framtidar.pdf