Spáum 0,2% lækkun verðlags í júlí

Spáum 0,2% lækkun verðlags í júlí

Verðbólgan hefur nú verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæpt eitt og hálft ár og virðist sem því skeiði sé að ljúka nú með haustinu. Í bráðabirgðaspá okkar fyrir næstu mánuði gerum við ráð fyrir myndarlegum verðlagshækkunum, töluvert umfram það sem mældist á sama tíma í fyrra og spáum því að verðbólgan muni standa í 2,4% í október. Í júlímánuði spáum við að vísitata neysluverðs (VNV) lækki um 0,2% og vega þar áhrif af sumarútsölum þyngst (-0,58% áhrif á VNV). Á móti koma nokkrar hækkanir og má þar helst nefna hækkun ferðaliðarins án eldsneytis (+0,2% áhrif á VNV) og húsnæðisliðarins (+0,11% áhrif á VNV). Einnig áætlum við að einhver hækkun verði á matarkörfunni (+0,06%).

Sjá nánar 100715_Verðbólga_júlí.pdf