Helstu álitamál sæstrengs til Bretlands

Helstu álitamál sæstrengs til Bretlands

Kenning David Ricardo um hlutfallslega yfirburði, sem er ein sú lífseigasta og útbreiddasta í hagfræði, gengur út á að lönd eiga að framleiða og selja öðrum löndum vörur og þjónustu sem þau eru hlutfallslega góð í að framleiða. Nátttúruauðlindir Íslands gera það að verkum að Íslendingar geta framleitt sjávarfang og græna orku með hagkvæmari hætti en flestar aðrar þjóðir, enda skila báðar greinar miklum tekjum í þjóðarbúið. Önnur auðlindin er með beinum hætti útflutningshæf en hin ekki. Tækni við gerð sæstrengja til raforkuflutninga hefur hins vegar leitt til þess að græn íslensk orku getur orðið útflutningshæf með beinum hætti í nánustu framtíð.

Í nýlegri skoðanakönnun kom fram að 67% þeirra sem tóku afstöðu eru á móti lagningu raforkusæstrengs til Bretlands. Niðurstöður þessarar könnunar endurspegla tortryggni og efasemdir gagnvart lagningu sæstrengs meðal landsmanna. Það eru helst fjórir þættir sem fólk virðist hafa áhyggjur af og eru gagnrýndir í þessu samhengi:

1. Orkuverð til heimila

2. Áhætta

3. Atvinnusköpun

4. Áhrif á umhverfið

Við í Greiningardeild Arion banka veltum þessum áhyggjum fyrir okkur og spyrjum hvort þær gefi tilefni til að leggja hugmynd um sæstreng til hliðar, eða halda áfram með hana.

Sjá nánar: 160715_alitamal_saestrengs.pdf