Hvernig á að nýta orkuauðlindir Íslands?

Hvernig á að nýta orkuauðlindir Íslands?

Ekkert land í heiminum framleiðir nærri því jafn mikla raforku á mann og Ísland, auk þess er hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu óvíða hærra, eða nær 100%.  Engu að síður hefur beinn arður Íslendinga af raforkuframleiðslu verið rýr, sem endurspeglast í því að langstærsti raforkuframleiðandi landsins, Landsvirkjun, hefur í 50 ár greitt samtals um 15 milljarða króna í arð að núvirði. Nú er þó tækifæri til að snúa þessu við svo að eigendur þessaraauðlinda njóta beins ágóða. Eftirspurn eftir grænni íslenskri raforku hefur líklega aldrei verið meiri og fer vaxandi.


Í nýtingarflokki rammaáætlunar eru nú virkjanakostir sem gætu framleitt um 9 terawattstundir (TWst) af raforku árlega og þar með aukið raforkuframleiðslu á Íslandi um u.þ.b. 50%. Um leið og velt er upp hvort ráðast eigi virkjanir þarf að spyrja: Hvert væri hagkvæmast að selja alla þessa raforku?

 

Sjá nánar: 0210715_orkunyting.pdf