Vísitala neysluverðs hækkar um 0,16% í júlí

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,16% í júlí

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,16% í júlí en greiningaraðilar spáðu frá 0,2% lækkun til 0,1% hækkunar. Ársverðbólgan mælist því 1,9% um þessar mundir en árshækkun kjarnavísitölu 1 nemur 2,3%. Húsnæðisliður kemur aftur inn með kröftugri 0,7% hækkun milli mánaða eftir verkföll, sem er nokkru meira en við höfðum spáð. Búast má við að það taki lengri tíma fyrir húsnæðisverðmyndun að ná aftur jafnvægi eftir langvinnt verkfall lögfræðinga hjá sýslumanninum í Reykjavík. Í júlí  hafa föt og skór yfirleitt ríflega 0,5% áhrif til lækkunar vísitölu og var það raunin nú, þó lækkunin hafi verið eilítið minni en við reiknuðum með. Stærsta frávikið frá okkar spá er ferðaliðurinn án eldsneytis (+0,41 áhrif á VNV), en mæling Hagstofunnar sýnir að flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 33% milli mánaða. Miklar sveiflur eru í þessum lið svo ekki skal draga mjög sterkar ályktanir um undirliggjandi verðþróun af þessari miklu hækkun.

Sjá nánar: 230715_Verðbólga_júlí.pdf