Umfangsmikil vöruskipti á fyrri helmingi ársins

Umfangsmikil vöruskipti á fyrri helmingi ársins

Aukin umsvif eru í hagkerfinu um þessar mundir, nær sama hvert litið er. Utanríkisverslun er þar engin undantekning en á fyrri helmingi ársins hefur innflutningur aukist um 23% milli ára á föstu gengi og útflutningur aukist um 25%. Vöruskiptahallinn fyrstu 6 mánuði ársins var 5,9 milljarðar króna á föstu gengi, samanborið við 10,6 ma. kr. halla á sama tíma í fyrra, en krónan hefur styrkst um 2% á milli ára m.v. gengisvísitölu.


Sjávarafurðir og ál standa að langmestu leyti undir vöruútflutningi og hefur útflutningsverðmæti hvors um sig aukist umtalsvert á milli ára. Verðmæti sjávarafurða hefur aukist um 26%, sem er að mestu leyti að þakka hærra verði sjávarafurða. 

Sjá nánar: 040815_voruskipti.pdf