Spáum 0,2% hækkun verðlags í ágúst

Spáum 0,2% hækkun verðlags í ágúst

Við spáum 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í ágúst þannig að ársverðbólga lækki lítillega og standi í 1,8% gangi spáin eftir. Þá lítur út fyrir að verðbólga haldist áfram undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi en fari svo hratt hækkandi á haustmánuðum og verði komin í 3,3% í nóvember. Helstu verðlagsbreytingar í ágúst eru þær að sumarútsölur ganga til baka (+0,29% áhrif á VNV), húsnæðisverð hækkar (+0,07%) og matarkarfan hækkar í kjölfar kjarasamninga (+0,05% áhrif á VNV). Á móti vegur að eldsneytisverð lækkar (-0,14% áhrif á VNV) eftir skarpa lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu undanfarið og sömuleiðis lækka flugfargjöld til útlanda (-0,17% áhrif á VNV). Hagstofa Íslands birtir mælingu á vísitölunni fimmtudaginn 27. ágúst nk.

Sjá nánar 140815_Verðbólga_ágúst.pdf