Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur en mildar tón

Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur en mildar tón

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að hækka meginvexti bankans um 50 punkta, eða í 5,5%. Tónninn í yfirlýsingu nefndarinnar var nokkuð mildari en á seinasta vaxtaákvörðunarfundi, en þá töldu nefndarmenn einsýnt að hækka þyrfti vexti „umtalsvert“, ekki einungis nú í ágúst heldur á næstu misserum. Í yfirlýsingunni nú er talað um að hækkunin og hraði hennar muni ráðast af framvindunni í verðbólgu og öðrum hagvísum næstu mánuði. Áhrif kjarasamninga eru nefndarmönnum enn efst í huga, en nýuppkveðinn gerðardómur er ekki til þess fallinn að færa verðbólguhorfur niður á við frá því sem áður var. Þó er tekið fram að launahækkanirnar þurfi ekki endilega að skila sér í aukinni verðbólgu - fyrirtæki gætu brugðist við með hagræðingu og framleiðniaukningu. Einnig geta batnandi viðskiptakjör veitt svigrúm fyrir fyrirtæki til að halda aftur af verðlagshækkunum.

Sjá nánar: 190815_vaxtaakvordun.pdf