Leiguþak er ekki lausn húsnæðisvandans

Leiguþak er ekki lausn húsnæðisvandans

Staðan á húsnæðismarkaði virðist vera mörgum hugleikin um þessar mundir og þykir hún afar erfið, sér í lagi fyrir ungt fjölskyldufólk sem á ekki nægilegt eigið fé til að leggja út fyrir eigin íbúð. Vegna þessa eru stórir hópar ungs fólks á leigumarkaði í dag sem myndu heldur kjósa að búa í eigin húsnæði. Þær áhyggjuraddir heyrast að of erfitt sé að standast greiðslumat og að gera þurfi fleirum kleift að eignast sitt eigið húsnæði, en þó er alls ekki víst að miklar tilslakanir á lánamarkaði leiði til ákjósanlegra ástands á húsnæðismarkaði. Skemmst er að minnast seinustu fasteignabólu sem sprakk með eftirminnilegum hætti fyrir rétt um sjö árum síðan. Umræðan undanfarið hefur frekar snúið að úrræðum fyrir leigjendur, s.s. húsaleigubótum og verðþaki á leigutekjur. Á þessu er þó einungis stigs- en ekki eðlismunur og gæti reynst um úlf í sauðagæru að ræða.

Sjá nánar:210815_leiguthak.pdf