Mun erlent vinnuafl streyma til landsins á næstu árum?

Mun erlent vinnuafl streyma til landsins á næstu árum?

Að undanförnu hefur vinnumarkaðurinn sótt í sig veðrið eftir mikla niðursveiflu árin 2008 – 2010. Á árunum 2010 – 2014 fjölgaði starfandi fólki um rúmlega 10.000 og á 2. ársfjórðungi í ár var atvinnuleysi 5%, samanborið við 5,9% á sama tíma í fyrra. Merki þess sjást víða, en mikið hefur borið á því að veitingahús og verslanir séu að leita að starfsfólki og um síðastliðna helgi spönnuðu atvinnuauglýsingar í Fréttablaðinu 23 blaðsíður, samanborið við 17 hinn 23 ágúst í fyrra. Ef fram heldur sem horfir mun þessi þróun halda áfram, þó atvinnuleysið muni líklega ekki fara mikið neðar en það er nú. Til að þetta gangi upp þarf fólki á vinnualdri að fjölga, bæði að stórir árgangar komi inn á vinnumarkaðinn og að aðfluttir verði fleiri en brottfluttir. 

Í ljósi fjölgunar ferðamanna, hagvaxtarhorfa og uppgangs t.d. í byggingariðnaði er mögulegt að eftirspurn eftir starfsfólki verði mun meiri en sem mannfjöldaspá Hagstofunnar nemur? Mjög erfitt er að spá nákvæmlega fyrir um hvort svo verði, en sé nánar rýnt í þróun á vinnumarkaði er sennilegt að flytja þurfi inn meira af erlendu vinnuafli hingað til lands en spár gera ráð fyrir.

Sjá nánar: 250815_erlent-vinnuafl.pdf