Óvenju spennandi fjárlagafrumvarp á leiðinni

Óvenju spennandi fjárlagafrumvarp á leiðinni

Að viku liðinni verður fjárlagafrumvarp fyrir árið 2016 lagt fram en nú liggur fyrir að þingsetning verður mánudaginn 8. september samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Í vor var gerð breyting á fjárlagaferlinu en þá var lögð fram ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016 til 2019 og þingsályktunartillaga um að þeirri stefnumörkun yrði fylgt við gerð fjárlaga. Að öllu jöfnu má því áætla að ríkisfjármálaáætlunin gefi forsmekkinn að því hvernig fjárlagafrumvarpið muni líta út. Miklar breytingar hafa þó orðið á helstu forsendum frá því í vor og vegur þar þyngst áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta og þau jákvæðu áhrif sem losunin kann að hafa á skuldastöðu ríkisins. Einnig komu stjórnvöld að gerð kjarasamninga og gáfu út yfirlýsingu um margvíslegar aðgerðir sem ekki var gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætluninni. Af þessum sökum vekur komandi fjárlagafrumvarp sérstaka athygli, eftirvæntingu og spennu. Áskorun stjórnvalda framundan er að koma í veg fyrir of hraða útgjaldaaukningu og ráðstafa tekjuafgangi í lækkun skulda á komandi árum.

Sjá umfjöllun í heild sinni: 020915_Fjarlagafrumvarp_a_leidinni.pdf