Staða sveitarfélaganna tók að versna á síðasta ári

Staða sveitarfélaganna tók að versna á síðasta ári

Afkoma stærstu sveitarfélaga landsins virðist nú fara versnandi. Uppgjör síðasta árs og nýlegar tölur um afkomu þriggja stærstu sveitarfélaga landsins ber þess glöggt vitni. Í þessum uppgjörum kom versnandi afkoma skýrt í ljós, gjöld uxu umfram tekjur og rekstrarniðurstaða var lakari en á sama tímabili í fyrra og jafnvel lakari en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir. Líkt og sjá má á myndum hér að neðan jukust gjöld umfram tekjur hjá þeim öllum og vegur hærri launakostnaður þar þyngst. Í tilviki Kópavogsbæjar jókst launakostnaður t.a.m. um rúm 14% á fyrri hluta ársins samanborið við sama tímabil 2014 á meðan tekjur sveitarfélagsins jukust um 5%. En laun og launatengd gjöld eru um helmingur af heildarrekstrarkostnaði sveitarfélaga á Íslandi. Versnandi afkoma kemur alls ekki á óvart og er í raun framhald af þróun síðastliðins árs þar sem veruleg sveifla var til hins verra í afkomu íslenskra sveitarfélaga eftir mikinn rekstrarbata árin þar á undan.

Lesa greiningu í heild sinni: Sveitarfelogin.pdf