Efnahagslegt sjónarhorn á móttöku flóttamanna

Efnahagslegt sjónarhorn á móttöku flóttamanna

Með sívaxandi flóttamannavanda fyrir botni Miðjarðarhafs og annars staðar í heiminum hefur krafan um að Ísland taki við fjölda flóttamanna orðið háværari síðustu vikur. Í framhaldinu eru líkur á að til Íslands komi mun stærri hópur flóttafólks en áður hefur komið. Þegar stór hópur fólks kemur til landsins hefur hann efnahagsleg áhrif, bæði til skemmri og lengri tíma. Staða flóttamanna er fyrst og fremst mannúðarmál og þröngt efnahagslegt sjónarhorn verður aldrei ráðandi þáttur í ákvarðanatöku um móttöku þeirra. Þar munu aðrir og mikilvægari þættir ráða. Engu að síður er áhugavert og mikilvægt að skoða hver efnahagslegu áhrifin geta verið af móttöku flóttamanna og er það efni þessa markaðspunktar.

Fyrst um sinn fylgir komu hóps flóttamanna eðlilega talsverður kostnaður. Við getum t.d. byrjað á kostnaði við ferðalagið til Íslands. Þá á eftir að taka á móti fólkinu, útvega húsaskjól, koma börnum í skóla og veita ýmiss konar stuðning. Til lengri tíma er hins vegar um að ræða nýja íbúa í landinu sem eftir atvikum skila verðmætum til þjóðarbúsins líkt og aðrir íbúar landsins.

 
Sjá nánar: 170915_flottamenn.pdf