Vísitala neysluverðs stendur í stað í september

Vísitala neysluverðs stendur í stað í september

Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) standi í stað í september og gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka í 2,4%. Til lengri tíma litið er nokkur verðbólguþrýstingur í kortunum en á sama tíma teljum við að styrking krónunnar og afnám tolla á föt og skó muni halda aftur af verðbólgu til skemmri tíma. Helstu liðir sem hækka í september eru föt og skór (+0,29% áhrif á VNV) sökum þess að sumarútsölur ganga til baka, en einnig hækkar húsnæði (+0,08% áhrif á VNV) og tómstundir og menning (+0,08% áhrif á VNV). Á móti vegur að flugliðurinn lækkar (-0,30% áhrif á VNV) og vegur þar lækkun flugfargjalda til útlanda þyngst. Einnig lækkar eldsneytisverð (-0,20% áhrif á VNV) en olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni umtalsvert undanfarna mánuði vegna lækkunar olíuverðs á heimsmarkaði og styrkingu krónunnar.

Sjá nánar 180915_Verðbólga_sept.pdf