Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Næstkomandi miðvikudag þann 30. september verður birt vaxtaákvörðun peningastefnunefndar. Við teljum að nefndin kjósi að halda stýrivöxtum óbreyttum einkum vegna þess að verðbólgutölur í september voru mun lægri en reiknað var með og verðbólga að aukast mun hægar en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í Peningamálum í ágúst. Það breytir því ekki að við teljum að Seðlabankinn muni ítreka þá skoðun sína að óviðunandi verðbólguþrýstingur sé í kortunum, aðallega vegna launaþróunar, og það kalli á aukið taumhald. Í síðustu yfirlýsingu sagði nefndin hins vegar: „Aukist verðbólga í framhaldi af kjarasamningum eins og spáð er mun peningastefnunefnd þurfa að hækka vexti enn frekar eigi verðbólgumarkmiðið að nást til lengri tíma litið. Hve mikið og hve hratt mun ráðast af framvindunni og hvernig greiðist úr þeirri óvissu sem er nú til staðar“. Þannig opnaði nefndin á að aðhaldsaðgerðir, hagræðing eða önnur kostnaðarþróun hjá atvinnulífinu kynni að hafa áhrif á næstu ákvarðanir nefndarinnar. Í þessu samhengi ættu fyrstu verðbólgutölur að afloknum kjarasamningum að fá nefndina til að halda í sér a.m.k. í bili.

Sjá nánar 250915_Stýrivaxtaspá.pdf