Verðbólga vel undir væntingum

Verðbólga vel undir væntingum

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,39% frá fyrri mánuði samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar. Síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,9% og um 0,5% án húsnæðis. Mælingin var töluvert undir spám greiningaraðila sem lágu á bilinu -0,1% til +0,1% en við spáðum að verðlag stæði í stað. Tvennt stendur upp úr í mælingu Hagstofunnar að þessu sinni. Annars vegar lækka flugfargjöld til útlanda (-0,43% áhrif á VNV) töluvert umfram spár greiningaraðila og hins vegar hækka föt og skór minna en spár gerðu ráð fyrir (+0,19% áhrif á VNV). Minni hækkun á fatnaði og skóm getur að hluta til skýrst af áformum stjórnvalda um afnám tolla næstu áramót. Aðrar lækkanir sem komu á óvart voru póstur og sími (-0,06%) og hótel og veitingastaðir (-0,05%). Verðbólguhorfur hafa batnað verulega til skemmri tíma litið og spáum við 2,4% verðbólgu á síðasta fjórðungi ársins sem er umtalsvert undir síðustu spá Seðlabankans en þar var gert ráð fyrir 3,8% verðbólgu.

Sjá nánar 250915_Verðbólga_sept.pdf