Erfiðir dagar í Svörtuloftum

Erfiðir dagar í Svörtuloftum

Með auknum þrótti í hagkerfinu og verri verðbólguhorfum eftir nýgerða kjarasamninga hefur peningstefnunefnd Seðlabankans hækkað vexti í tvígang frá því í vor. Ef marka má síðustu yfirlýsingar nefndarinnar má búast við frekari vaxtahækkunum á næstu mánuðum, en óvissan um þróunina er engu að síður talsverð. Samkvæmt fræðunum hafa vaxtahækkanir Seðlabankans víðtæk áhrif á hagkerfið eins og tíundað er hér. Þó eru ýmis teikn á lofti um að áhrif vaxtahækkana nú séu afar lítil enn sem komið er. Hér að neðan má sjá grófa mynd af miðlunarferli peningastefnu Seðlabankans, en hvernig hefur miðlun peningastefnunnar gengið að undanförnu?

Sjá greiningu í heild sinni