Spáum 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs

Spáum 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs

Við spáum 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í október. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólga lítillega eða í 1,8%. Þá lítur út fyrir að verðbólga haldist áfram undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans á fjórða ársfjórðungi en fari svo hækkandi á fyrri hluta næsta árs. Helstu verðlagsbreytingar í október eru gamalkunnugt stef þar sem húsnæðisliðurinn hækkar (+0,08% áhrif á VNV) ásamt flugfargjöldum (+0,04% áhrif á VNV). Einnig hækka tómstundir og menning (+0,04% áhrif á VNV) og húsgögn og heimilisbúnaður (+0,02% áhrif á VNV). Á móti vegur lækkun eldsneytisverðs (-0,05% áhrif á VNV) og er það fjórði mánuðurinn í röð þar sem eldsneyti lækkar í verði. Einnig lækkar matarkarfan (-0,03% áhrif á VNV) en aðrir liðir hreyfast minna. Hagstofa Íslands birtir mælingu á vísitölunni fimmtudaginn 29. október nk.

Sjá nánar 201015_Verðbólga_okt.pdf