Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,07%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,07%

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,07% í október frá fyrri mánuði samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar. Mælingin var í takt við spár greiningaraðila en spárnar lágu á bilinu -0,1% til +0,2% og spáðum við 0,1% hækkun. Ársverðbólga mælist nú 1,8% og kjarnavísitala 1 hefur hækkað um 2,2% síðustu 12 mánuði, en ársverðbólga án húsnæðisliðarins er nú í 0,3%. Enn eru nokkuð góðar verðbólguhorfur til skemmri tíma og er ekki að sjá mikla hækkun á innlendum neysluvörum. Líkt og undanfarna mánuði er hækkandi húsnæðisverð helsti drifkraftur verðbólgu um þessar mundir, en húsnæðisverð hækkaði um 1,2% í mánuðinum (reiknuð húsaleiga hafði 0,17% áhrif til hækkunar á VNV). Húsnæðisliðurinn í heild hafði 0,2% áhrif til hækkunar á VNV. Aðrir liðir sem hækkuðu voru föt og skór (+0,03% áhrif á VNV) og aðrar vörur og þjónusta (+0,02% áhrif á VNV). Helstu liðir sem lækkuðu voru ferðaliðurinn (-0,11% áhrif á VNV), póstur og sími (-0,07% áhrif á VNV) og matarkarfan (-0,03% áhrif á VNV).

Sjá nánar 291015_Verðbólga_okt_Mæling.pdf