Styrking krónunnar: fölsk von um verðstöðugleika?

Styrking krónunnar: fölsk von um verðstöðugleika?

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun meginvexti bankans um 0,25 prósentur og eru því vextir á 7 daga bundnum innlánum bankans 5,75%. Greiningardeildir höfðu gert ráð fyrir óbreyttum vöxtum, helst sökum batnandi verðbólguhorfa til skemmri tíma. Verðbólga hefur reynst talsvert lægri en ágústspá bankans gerði ráð fyrir, sem skýrist aðallega af frekari lækkun á hrávöru- og olíuverði á heimsmarkaði og styrkingu krónunnar.

Nefndin taldi þó eftir sem áður þörf á auknu taumhaldi þar sem lengri tíma verðbólguhorfur hefðu lítið breyst, en þar er að venju gert ráð fyrir óbreyttu gengi krónunnar. Áfram er talið að miklar launahækkanir leiði til þess að verðbólga fari yfir markmið snemma á næsta ári, þegar áhrifa lágrar alþjóðlegrar verðbólgu mun gæta í minna mæli. Einnig var minnst á í yfirlýsingu nefndarinnar að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fæli í sér slakara aðhald í ríkisfjármálum, að teknu tilliti til hagsveiflu, en gert hafði verið ráð fyrir.

Sjá nánar: 041115_Hækkun stýrivaxta.pdf