Munu erlendir ferðamenn hverfa eins og síldin?

Munu erlendir ferðamenn hverfa eins og síldin?

Straumur erlendra ferðamanna til landsins hefur verið með ólíkindum síðustu ár. Frá því að Greiningardeild gaf út ferðaþjónustuúttekt í haust hefur orðið meiri fjölgun ferðamanna í september og október en við spáðum auk þess sem  flugframboð mun aukast verulega á næsta ári. Miðað við þær upplýsingar er ekki ósennilegt að spá okkar um 1,5 milljónir erlendra ferðamanna á næsta ári sé of varfærin. Því er ekki nema von að margir spyrji sig hversu lengi þessi ferðamannastraumur getur haldið áfram eða hvort þetta sé bóla sem muni springa með tilheyrandi búsifjum. Eins og við höfum fjallað um erum við um þessar mundir nálægt þolmörkum er varða t.d. ýmsa innviði og vinnumarkaðinn, og geta slíkir þættir hægt talsvert á vexti. Þó virðist sem ekki sé sérstök ástæða til að ótttast stórkostlega fækkun ferðamanna á næstunni, hvort sem horft er til rannsókna eða þróunar í öðrum löndum, þó vissulega þurfi að vera á varðbergi.

Sjá nánar: 161115_ferdamenn-sild.pdf