Vísitala neysluverðs lækkar um 0,35% í nóvember

Vísitala neysluverðs lækkar um 0,35% í nóvember

Vísitala neysluverðs (VNV) lækkaði um 0,35% í nóvember frá fyrri mánuði samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar. Mælingin var nokkuð undir spám greiningaraðila en spárnar lágu á bilinu -0,2% til 0% og spáðum við óbreyttu verðlagi. Ársverðbólga mælist nú 2% og kjarnavísitala 1 hefur hækkað um 2,2% síðustu 12 mánuði, en ársverðbólga án húsnæðisliðarins er sem fyrr 0,3%. Verðbólgan, sem greiningaraðilar og Seðlabankinn höfðu áður reiknað með, heldur því áfram að láta bíða eftir sér.

 Sjá nánar: 261115_Verðbólga_nov_mæl.pdf

13. september 2018

Flug og föt vega salt

Við spáum 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í september, sem er rétt undir bráðabirgðaspá okkar frá...

LESA NÁNAR