Spáum óbreyttum stýrivöxtum næstkomandi miðvikudag

Spáum óbreyttum stýrivöxtum næstkomandi miðvikudag

Næstkomandi miðvikudag þann 9. desember verður birt vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans og spáum við því að nefndin haldi vöxtum óbreyttum að þessu sinni. Verðbólga síðustu mánuði hefur verið verulega undir væntingum Seðlabankans, greiningaraðila og markaðsaðila sem gefur vísbendingu um að minni verðbólguþrýstingur sé í kortunum en óttast var fyrr á árinu. Af síðustu fundargerð nefndarinnar má ráða að stór ástæða þess að nefndin hækkaði óvænt vexti í nóvember var að „óbreyttir vextir í of langan tíma gætu sent röng skilaboð um mat nefndarinnar fyrir aukið aðhald til lengri tíma litið“. Það kæmi Greiningardeild á óvart ef slík rök fyrir vaxtahækkun væru notuð nú.

Sjá nánar: 041215_Stýrivaxtaspá_des.pdf