Landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi aðeins undir væntingum

Landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi aðeins undir væntingum

Hagvöxtur á 3. ársfjórðungi mældist 2,6% miðað við sama tíma í fyrra. Tölurnar komu nokkuð á óvart, en svo til allir liðir voru undir væntingum okkar. Var hagvöxturinn á þriðja fjórðungi einkum drifinn áfram af fjárfestingu, sem jókst um 5%, og einkaneyslu, sem jókst um 4,3% frá fyrra ári. Þó er lítið um stórtíðindi í tölunum og breyta þær því ekki stýrivaxtaspá okkar, en Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun í fyrramálið. 

Lesa umfjöllun í heild sinni: Landsframleidslan.pdf